Litagangan í allri sinni dýrð - og það í beinni
Sjónvarp Víkurfrétta var með tvær beinar útsendingar frá Sjóaranum síkáta í Grindavík í kvöld. Fyrri útsendingin var frá litskrúðugri hverfagöngu Grindvíkinga.
Myndatökumaður Víkurfrétta kom sér fyrir á hól við Grindavíkurkirkju þar sem var gott útýni yfir gönguna en litskrúðug hverfin mættust á gatnamótum nærri kirkjunni þar sem göngurnar sameinuðust á ferð sinni niður á hátíðarsvæðið við höfnina.
Upptöku af beinni útsendingu Sjónvarps Víkurfrétta má sjá í spilaranum hér að neðan.