Litaganga við upphaf Vitadaga í Suðurnesjabæ
Fjölbreytt dagskrá Vitadaga - hátíðar milli vita, er hafin í Suðurnesjabæ. Hátíðin hófst á mánudaginn og var formlega sett á mánudagskvöld við golfvöllinn að Kirkjubóli. Þangað gengu fylkingar íbúa í Garði og Sandgerði og mættust á miðri leið þar sem var grillað og boðið upp á kjötsúpu.
Viðburðir eru alla daga fram á sunnudag en hátíðin mun ná hámarki á laugardaginn með mikilli hátíð við Sandgerðisskóla. Ljósmyndari Víkurfrétta var við setningarathöfnina og tók þá meðfylgjandi ljósmyndir sem má sjá í myndasafni neðar á síðunni.