Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Litadýrð á bryggjuballi
Laugardagur 1. júní 2013 kl. 15:15

Litadýrð á bryggjuballi

Bryggjuball Sjóarans síkáta var haldið í gærkvöld og tókst ljómandi vel. Heldur betur rættist úr veðrinu því upp úr fimm í dag skrúfuðu veðurguðirnir fyrir rigninguna. Þátttakan í skrúðgöngunni var framar vonum og bæjarbúar klæddir í litum hverfanna og fjölskrúðleg farartæki fóru fyrir göngunni.

Að vanda tóku hverfin fjögur nokkur lög og voru þau sérlega skemmtileg og öll með frumsömdum textum. Grindvískt tónlistarfólk tók nokkur lög og síðan steig Páll Óskar á svið og fór á kostum. Rokkabillýbandið sá svo um bryggjuballið með stórsöngvarana Matta Matt og Helga Björns fremsta í flokki. Bryggjuballið fór ljómandi vel fram og skemmtu gestir sér hið besta. Dagskráin heldur svo áfram alla helgina.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024