Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listviðburður í Garði í desember og janúar
Sunnudagur 24. október 2010 kl. 01:28

Listviðburður í Garði í desember og janúar

Ferskir Vindar í Garði er alþjóðlegur listviðburður sem haldin er í fyrsta sinn á Íslandi og stendur frá desember 2010 til janúar 2011.

Rúmlega 50 listamönnum úr öllum listgreinum og af mörgum þjóðernum er boðið að koma til Íslands, í Garð, til að kynnast landi og þjóð, verða fyrir áhrifum náttúrunnar og samfélagsins og skilja eftir sig spor í formi sköpunar. Á þeim átta vikum sem listafólkinu er boðið að dvelja og vinna í Garði, mun það miðla til samfélagsins þekkingu og fagmennsku í listum á fjölbreytilegan hátt, í mismunandi efnistökum og listgreinum. Markmiðið er að auðga andann með samvinnu milli innlendra og erlendra listamanna eins að tengjast beint inn í skólastarfið í Garði sem og annars konar samstarf eða aðstoð við listsköpun, fyrirlestra, kennslu ofl. Þá verða ýmsar uppákomur: kynning á listafólkinu og verkum þeirra, tónlistar- og kvikmyndaviðburðir, gjörningar, málþing o.m.fl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Afrakstur þessara átta vikna vinnustofa og málþings verður áþreifanlegur í formi sýninga, listaverka, innsetninga, uppákoma og tónleika, innanhúss sem utan í Garði. Sýningarnar opna á þrettánda dag jóla eða 6. janúar með tilheyrandi hátíð.

Dagskrána má finna alla á ný opnaðri heimasíðu viðburðarins www.fresh-winds.com viðburðirnir eru opnir almenningi og eru allir ávallt velkomnir.