Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listviðburðir um Garðinn endilangan
Mánudagur 20. janúar 2014 kl. 14:13

Listviðburðir um Garðinn endilangan

Hátíðleg opnun þriðju alþjóðlegu listahátíðarinnar Ferskir vindar í Garði fór fram um nýliðna helgi. Þá var opnuð sýning listamanna að Sunnubraut 4 í Garði en einnig eru listaverk og gjörningar á yfir 20 stöðum um Garðinn endilangan.

Sendiherrar frá Japan og Frakklandi voru viðstaddir opnun hátíðarinnar en listamenn frá þessum tveimur löndum eru áberandi þátttakendur í Ferskum vindum. Um 50 listamenn taka þátt í listsköpun á listahátíðinni.

Ferskir vindar eru framkvæmdaaðili listahátíðarinnar í samstarfi við Sveitarfélagið Garð. Í ár er viðburðurinn enn af stórum listviðburðum í Evrópu sem evrópska sjónvarpsstöðin ARTE veitir sérstaka athygli og fjallað hefur verið ítarlega um hátíðina í miðlum ARTE.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í opnunarhátíðinni.





























Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024