Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listsýningar og tónleikar á lokadegi Ljósanætur
Nú er síðasti séns að sjá hina frábæru sýningu „Með blik í auga 3“.
Sunnudagur 8. september 2013 kl. 10:59

Listsýningar og tónleikar á lokadegi Ljósanætur

Flugeldasýningu sem var frestað í gærkvöldi verður í kvöld kl. 22.

Fjórði og síðasti dagur Ljósanætur er í dag og er dagurinn kjörinn til að kíkja á þær sýningar sem kunna að hafa orðið útundan í fjörinu síðustu daga. Dagskráin endar með flugeldasýningu í kvöld kl. 22.

Klukkan 15 verða tónleikar í Duus-húsum þar sem Alexandra Chernyshova flytur úkraínsk þjóðlög, sum hver frá 16. öld. Tónleikarnir heita „Stúlkan frá Kænugarði“. Með Alexöndru verða Jónína E. Árnadóttir, píanóleikari og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona sem kynnir. Venjulega eru þessi lög sungin án undirleiks eða með undirleik á kobza, sem er gamalt þjóðlegt úkraínskt hljóðfæri. Hér eru lögin í útsetningum frægra úrkraínskra tónskálda. Aðgangur er ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tvær síðustu sýningar í dag á Með blik í auga III, hanakambar, hárlakk og herðapúðar verða í Andrews leikhúsinu á Ásbrú, þar sem tónlist og tíðaranda 9. áratugarins eru gerð einstök skil með vönduðum tónlistarflutningi. Miðasala er á midi.is.