Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listsýningar í verslunum, bílabíó og matargerð á pólskri menningarhátíð
Monika Dorota Kruś og Marta Magdalena Niebieszczanska
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 3. nóvember 2020 kl. 10:13

Listsýningar í verslunum, bílabíó og matargerð á pólskri menningarhátíð

Pólsk menningahátíð í Reykjanesbæ hófst 1. nóvember og stendur út vikuna. Mörg atriði eru í boði en hátíðin hefur verið aðlöguð að þeim takmörkunum sem eru í gildi vegna Covid-19. Yfirskrift hátíðarinnar er „Saman í krafti fjölbreytileikans,“ en Reykjanesbær fékk tvær pólskar konur til að taka að sér verkefnastjórn hennar.

„Við erum að fylgja eftir pólskum menningarhátíðum í Reykjanesbæ undanfarin tvö ár en auðvitað hefur Covid-19 mikil áhrif á það hvernig við stillum henni upp. Við erum búnar að gera margar útgáfu því reglurnar vegna veirunnar hafa stöðugt verið að breytast síðustu vikurnar. En við höldum að þetta verði nú samt skemmtilegt og fróðlegt,“ segja Pólverjarnir Monika Dorota Kruś og Marta Magdalena Niebieszczanska en þær eru verkefnastjórar fyrir þriðju pólsku hátíðina sem nú fer fram dagana 1.-8. nóvember í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Pólsk menningarhátíð er viðburður sem gleður augu, eyru og maga,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála í bæjarfélaginu sem er afar ánægð að hafa fengið þær Mörtu og Moniku í verkefnastjórn. „Hátíðin hefur heppnast mjög vel í síðustu tvö skipti en nú var ákveðið að fá þær til að stýra henni og samstarfið við þær hefur verið afar skemmtilegt.“ 

Mörg atriðana fara fram á netinu og í dag, 3. nóvember verður til dæmis boðið upp á Zumba fyrir alla í streymi sem hægt verður að sjá á Fésbókarsíðu Bókasafns Reykjanesbæjar. Einnig verður hægt að fylgjast með Suðurnesjamanninum Rúnari Erni Sævarssyni spreyta sig á pólskri matargerð. Þá verður bein útsending frá listsýningu pólskra listamanna í Svarta Pakkhúsinu kl. 18.

Á morgun miðvikudag verður upplestur á pólskri barnabók um umhverfisvernd og á fimtmudag verður bingó og tungumálaleikur fyrir börn og pólskukennsla og fræðsla fyrir fullorðna kl. 19.30.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal við eigendur pólsks veitingastaðar í Keflavík en staðurinn býður upp á pólskan heimilismat og verður 15% afsláttur út vikuna.

Fleiri viðburðir eru í gangi, m.a. má sjá plaköt í verslunum við Hafnagötu í Reykjanesbæ þar sem hægt er að fræðast meira um Pólland.

Viðburðirnir verða hér:

https://www.facebook.com/BokasafnReykjanesbaejar/videos/2060332400769058