Listsýningar barna

Listsýningar barna eru á bókasafni Reykjanesbæjar. Leikskólar í Reykjanesbæ hafa haldið listsýningar á bókasafni bæjarins í vor og sumar. Nú stendur yfir listsýning nemenda á leikskólanum Holti.
Listsýning Holtsbarna hófst 11.júlí og stendur til 25.júlí. Verkin eru fjölbreytt og litskrúðug og allt efnið í verkunum er endurunnið úr því sem til hefur fallið. Sýningin stendur til 25. júlí en þá fara verk barna á leikskólanum Heiðarseli á veggi safnsins.
Leikskólabörn í Vesturbergi héldu sýningu á  bókasafninu 27.júni til 11.júlí sl. Á sýningunni voru gifsmyndir límdar á striga, hangandi fígúrur og stór skúlptúr sem börnin gerðu og heitir „Þúfan á Berginu.”
Meira á vef Bókasafns Reykjanesbæjar.
Mynd: Frá sýningu nemenda á leikskólanum Vesturberg.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				