Listrænir FS-ingar sýna í Duus
Listnámsnemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja bættust við sem þátttakendur í Listahátíð barna, en þeir búa allir að því veganesti sem þeir hlutu í leik- og grunnskólum. Í Stofunni í Duus safnahúsum gefur að líta verk útskriftarnemenda af listnámsbraut sem unnin eru á ýmsan hátt, til dæmis með bleki, akrýl, vatnslitum, þrykki og blandaðri tækni.
Listamennirnir eru Fanný Elísabet Arnarsdóttir, Guðrún Pálína Karlsdóttir, Hinrik Örn Sölvason, Lovísa Ýr Andradóttir, Smári Snær Laine og Sæmundur Ingi Margeirsson.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, opnaði sýninguna. Á opnuninni fluttu einnig tveir af listamönnunum tónlistaratriði, en það voru þær Lovísa Ýr, sem lék lag á saxafón, og Guðrún Pálína söng.