Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listaverkið Orka vígt á eftir
Miðvikudagur 18. febrúar 2009 kl. 18:09

Listaverkið Orka vígt á eftir

Á síðasta ári efndi Grindavíkurbær til samkeppni um listaverk á þremur hringtorgum í bænum. Listaverkin þrjú sem valin voru vísa sterkt til umhverfis Grindavíkur og bera nöfnin Orka, Afl og Segl.
 
Fyrsta listaverkið, Orka, sem er eftir listakonuna Lindu Oddsdóttur, er komið á hringtorgið við innkomuna í bænum. Listaverkið er hið glæsilegasta og verður enn áhrifaríkara þegar það verður lýst upp í myrkrinu.

 
Listaverkið Orka verður formlega vígt í dag, miðvikudaginn 18. febrúar, kl. 19.00. Listakonan Linda Oddsdóttir verður viðstödd ásamt fulltrúum Grindavíkurbæjar og öllum þeim aðilum sem komu að því að setja verkið upp. Bæjarbúar eru boðnir sérstaklega velkomnir við vígsluna í dag, segir á vef Grindavíkurbæjar.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024