Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listaverk úr rekavið og netakúlum
Föstudagur 11. júlí 2008 kl. 11:51

Listaverk úr rekavið og netakúlum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigurður K. Eiríksson, frá Norðurkoti í Sandgerði, er margt til lista lagt. Hann býr til ýmiskonar listaverk úr því sem hann hefur fundið í fjörunni við bæinn í gegnum árin. Sigurður sker út fugla úr tré, notar netakúlur í lampa og útbýr kertastjaka. Verk Sigurðar voru samþykkt í bækling Handverks og Hönnunar og á sýningu verkefnisins.
Handverk og Hönnun er sjálfseignarstofnun sem er rekin með stuðningi Menntamálaáðuneytisins. Meginmarkmið er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar, og hönnunar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi.

Myndir-VF/IngaSæm