Listaverk í Thorkelli-stofu í Akurskóla
Í mars 2004 þegar fræðsluráð Reykjanesbæjar ákvað að nafn nýs grunnskóla í Innri-Njarðvík skyldi vera Akurskóli var ákveðið á sama tíma að upplýsinga- og bókasafn skólans skyldi heita Thorkelli-stofa. Nafnið er til heiðurs Jóni Þorkelssyni Thorchillius, Skálholtsrektor, sem er fæddur í Innri-Njarðvík og bókagjöf hans til barna í Njarðvíkursókn á sínum tíma.
Á síðasta skólaári unnu nemendur í 7. bekk listaverk til að gera nafni upplýsinga- og bókasafnsins hærra undir höfði. Listaverkinu hefur nú verið komið fyrir og prýðir vegg skólans þegar gengið er upp stigann. Verkið var unnið undir handleiðslu Helgu Láru Haraldsdóttur, myndlistarkennara.