Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listatorg formlega opnað
Sunnudagur 2. desember 2007 kl. 13:02

Listatorg formlega opnað

Listatorg í Sandgerði var í gær formlega opnað með viðhöfn.  Í tilefni af opnuninni hefur verið sett upp samsýning allra félaga Listatorgs í nýju og glæsilegu sýningarrými þess sem staðsett er á svokölluðu Vitatorgi nálægt höfninni.

Á bak við Listatorg stendur nýlega stofnað félag lista- og handverksfólks í Sandgerði með dyggum stuðningi sveitarfélagsins, sem á þessu ári hefur sett tæp 600 þúsund í verkefnið. Bæjaryfirvöld ætla að styðja enn frekar við verkefnið á næsta ári því við opnunina tilkynnti Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri,  að styrkur til þess yrði aukin í ríflega 2,1 milljón króna.

Gallerý Grýti og Ný Vídd verða framvegis  sýningaraðstöðu í nýja húsnæðinu og vinnaaðstaða listamanna verður bætt í því húsnæði sem galleríin tvö hafa verið í til þessa.

VF-myndir/elg: Frá opnun Listatorgs í gær.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024