Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listasmiðja í Menningarviku Grindavíkur
Miðvikudagur 7. mars 2018 kl. 10:21

Listasmiðja í Menningarviku Grindavíkur

Menningarvika Grindavíkur er framundan, en síðastliðin fimm ár hefur verið boðið upp á listasmiðju í Hópsskóla. Listasmiðjan er fyrir alla sem hafa áhuga á að skapa og leika sér. Þær Álfheiður Ingibjörg, Dóra Sigtryggs, Kristín E. Pálsdóttir og Sigurbjörg Guðmundsdóttir standa að smiðjunni og hafa þær safnað að sér ýmis konar efnivið sem fær nýtt hlutverk í höndum þeirra sem taka þátt. Þær stöllur segja að það sé mikilvægt að mæta með opinn huga og jákvæðni því að allt geti gerst á þessum skemmtilega degi. Allir eru velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir.

Listasmiðjan fer fram í Hópsskóla laugardaginn 10. mars nk. og stendur hún yfir frá kl. 13-15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Kristínu Páls: [email protected]