Listasafn RNB: Síðasta sýningarhelgin hjá Daða
Laugardaginn 8. mars kl. 14.30 mun Daði Guðbjörnsson listmálari verða með leiðsögn fyrir almenning um sýninguna í Listasal Duushúsa. Daði er einn af þekktustu málurum landsins og hefur sýnt víða, bæði hér á landi og erlendis. Sýningin í Listasalnum ber heitið Dans elementanna og samanstendur af 15 stórum olíuverkum. Sýningin hefur fengið góða dóma og fjöldi gesta lagt leið sína í Duushúsin til að njóta verkanna.
Guðbjörn Guðbjörnsson sögnvari og bróðir Daða mun einnig koma fram og syngja nokkur lög við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er í Duushúsum. Þar er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Sýningin Dans elemetanna stendur til 9. mars.
VF-mynd/elg: Daði Guðbjörnsson tók á móti nemendum Fjölbrautaskólans á dögunum og sagði þeim frá verkum sínum.
Guðbjörn Guðbjörnsson sögnvari og bróðir Daða mun einnig koma fram og syngja nokkur lög við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er í Duushúsum. Þar er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Sýningin Dans elemetanna stendur til 9. mars.
VF-mynd/elg: Daði Guðbjörnsson tók á móti nemendum Fjölbrautaskólans á dögunum og sagði þeim frá verkum sínum.