Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listasafn Reykjanesbæjar með viðburði á Facebook
Mánudagur 30. mars 2020 kl. 14:00

Listasafn Reykjanesbæjar með viðburði á Facebook

Helga Þórsdóttir forstöðumaður hjá Listasafni Reykjanesbæjar fékk Aðalstein Ingólfsson listfræðing, rithöfund og sýningastjóra í heimsókn þar sem hann var tekinn í viðtal og því streymt á fésbók safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar er núna með reglulega viðburði á Facebook vegna samkomubanns en safnið er lokað gestum af þeim sökum.

Í viðtalinu við Aðalstein var spjallað um uppvöxtinn á Keflavíkurflugvelli, samstarfið við Valgerði Guðmundsdóttir og Listasafn Reykjanesbæjar, um listkenningar, um, um listnám, um Erró og svo margt fleira.

Hér að neðan er tengill á fyrri hluta viðtalsins en seinni hlutinn verður á fésbók listasafnsins á næstu dögum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024