Listasafn Reykjanesbæjar fær veglega listaverkagjöf
 Í tilefni opnunar á nýju útibúi Glitnis í Reykjanesbæ færðu forsvarsmenn bankans  Listasafni Reykjanesbæjar glæsilegt málverk eftir Gunnlaug Blöndal.  Málverkið sýnir konur við saltfiskvinnslu og hefur verið í eigu bankans um áraraðir og hefur verið staðsett í húsnæði bankans að Hafnargötu 60 síðan 1963.  Verkið er nú til sýnis á jólasýningu safnsins í Listasalnum í Duushúsum en sú sýning mun standa til 13. janúar n.k.
Í tilefni opnunar á nýju útibúi Glitnis í Reykjanesbæ færðu forsvarsmenn bankans  Listasafni Reykjanesbæjar glæsilegt málverk eftir Gunnlaug Blöndal.  Málverkið sýnir konur við saltfiskvinnslu og hefur verið í eigu bankans um áraraðir og hefur verið staðsett í húsnæði bankans að Hafnargötu 60 síðan 1963.  Verkið er nú til sýnis á jólasýningu safnsins í Listasalnum í Duushúsum en sú sýning mun standa til 13. janúar n.k.  Glitnir, með fyrrverandi útibússtjórann Unu Steinsdóttur í fararbroddi, hefur frá fyrstu tíð verið dyggur stuðningsaðili Listasafnsins og nú er í gildi samningur milli safnsins og bankans þar sem Glitnir greiðir aðgangseyri þannig að ókeypis er fyrir gesti á sýningar í Duushúsum. Samningur Glitnis og Listasafnsins er gott dæmi um ánægjulegt samstarf öflugs fyrirtækis og menningarstofnunar í þágu almennings.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				