Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listamannsleiðsögn Guðmundar Rúnars
Mánudagur 27. september 2010 kl. 15:30

Listamannsleiðsögn Guðmundar Rúnars

Laugardaginn 2. október kl. 14:00 verður Guðmundur R. Lúðvíksson með leiðsögn um sýningu sína LJÓS//NÓTT, vinsamlegast snertið, í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðbrögð gesta við sýningunni hafa verið sérlega jákvæð og góð. Um eins konar innsetningu er að ræða þar sem unnið er með ljós og myrkur, veggverk og skúlptúra. Sýningin er að því leyti sérstök að ætlast er til að listaverkin séu snert enda er blinda eitt af megin viðfangsefnum hennar.

Segja má að sýningin sé eins konar gagnrýnin úttekt á því hvernig við hin sjáandi umgöngumst veröldina og um leið tilraun til að búa til myndlist sem miðlar innihaldinu bæði til sjáandi fólks og blindra. Um leið má segja að hún sé eins konar áminning um það að ekki sé sjálfgefið að veröldin sýni sig öll eins og hún er, þótt öll skynfæri séu virk.


Heitt verður á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.