Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listamannaspjall og listasmiðja í Duus Safnahúsum
Föstudagur 27. janúar 2023 kl. 15:55

Listamannaspjall og listasmiðja í Duus Safnahúsum

Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson

Sunnudaginn 29. janúar kl. 14:00 verður listamaðurinn Guðrún Gunnarsdóttir með listamannaspjall um einkasýningu sína Línur, flækjur og allskonar. Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri mun leiða spjallið með Guðrúnu og ræða við sýningargesti.
 
Guðrún Gunnarsdóttir er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem einkenna myndlist hennar í dag.
 
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Línur, flækjur og allskonar er styrkt af myndlistarsjóði.
Sýningin stendur til og með 5. mars 2023.

Listasmiðja barna með Björk Guðnadóttur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Önnur vinnustofan í nýstofnuðum krakkaklúbbi Listasafns Reykjanesbæjar verður haldin sunnudaginn 29. janúar kl. 13:00.
Björk Guðnadóttir listamaður verður með skemmtilega listasmiðju fyrir börn á öllum aldri.
 
Listasafn Reykjanesbæjar hefur tileinkað rými í anddyri safnsins undir listastarf barna. Vinnustofur krakkaklúbbsins munu halda áfram einu sinni í mánuði fram á vor. Listasmiðjurnar verða fjölbreyttar og kenndar af nýjum listamanni í hvert skipti.
 
Verið velkomin
Aðgangur ókeypis