Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:35

LISTAMANNAHAPPDRÆTTI SKILAR 250 ÞÚSUNDUM

Góugleði Lionessuklúbbs Keflavíkur var haldin þann 21. febrúar sl. og tókst með miklum ágætum. Þátttaka í listaverkahappdrætti á verkum 16 listamanna fór fram úr björtustu vonum og söfnuðust með þeim hætti 205 þúsund krónur sem renna til Hæfingarstöðvar fatlaðra að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Listamennirnir sem gáfu verk sín voru: Anna María Guðlaugsdóttir, Baldur Guðjónsson, Dagný Gísladóttir, Elínrós Eyjólfsdóttir, Fjóla Jónsdóttir, halla Haraldsdóttir, Íris Jónsdóttir, Íris Rós Þrastardóttir, Kolrún Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Reynir Katrínarson, Sigmar Vilhelmsson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Sigurfríð Rögnvaldsdóttir, Sossa og Sævar Helgason. Vilja Lionessur koma þakklæti sínu á framfæri til ofangreindra listamanna og þakka þeim ómetanlegt framlag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024