Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Listamaðurinn í eldhúsinu
Fimmtudagur 16. mars 2017 kl. 14:17

Listamaðurinn í eldhúsinu

Keflvíkingurinn Kristinn Guðmundsson frumsýnir matreiðsluþáttinn Soð

Keflvíkingnum Kristni Guðmundssyni er margt til lista lagt. Hann hefur fengist við ýmislegt tengt listinni í gegnum tíðina en núna hyggst hann fá útrás fyrir eldamennskublæti sitt. Það gerir hann með sjónvarps-vefseríu sem hann sýnir á Facebook undir nafninu Soð.

Kristinn er búsettur í Belgíu en hann er starfandi myndlistamaður. Kristinn hefur fengist við ýmsa gjörninga, tekið þátt í danssýningum og m.a. leikstýrt tónlistarmyndbandi fyrir vini sína í hljómsveitinni Valdimar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er hann mættur með ferska matreiðsluþætti þar sem hann spreytir sig m.a. á belgískri matargerð. Sjón er sögu ríkari en fyrsti þátturinn er í heild sinni hér að neðan. Þar matreiðir Kristinn grísavanga en hann hefur að undanförnu sýnt fram á það hvernig megi gera sitt eigið majones og steikja sér franskar kartöflur.