Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listamaður Reykjanesbæjar býður á tónleika í kvöld
Fimmtudagur 10. nóvember 2016 kl. 09:23

Listamaður Reykjanesbæjar býður á tónleika í kvöld

Sigurður Sævarsson, Listamaður Reykjanesbæjar, býður bæjarbúum og öðrum Suðurnesjamönnum á tónleika í kvöld, fimmtudaginn 10. nóvember. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í Keflavíkurkirkju.

Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, mun flytja nokkur verk eftir Sigurð. Með tónleikunum vill Sigurður þakka Suðurnesjamönnum fyrir stuðninginn í gegnum árin.
Aðgangur er ókeypis en ef fólk vill láta fé af hendi rakna er því bent á Orgelsjóð Keflavíkurkirkju. Tónleikarnir munu standa í eina klukkustund.
 
Á efnisskránni verða Stabat Mater sem verður fumflutt á Íslandi og Nunc dimittis og Requiem sem verða frumflutt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024