Listamaður Reykjaesbæjar - óskað eftir tilnefningum
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur óskað eftir tilnefningum frá bæjarbúum um listamann Reykjanesbæjar.
Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur einu sinni á hverju kjörtímabili. Það er bæjarráð sem velur hann og auglýsir eftir tilnefningum.
Allar listgreinar og listform koma til greina en sá sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auðvelda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Þá er nafn listamannsins skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarði bæjarins.
Listamanni Reykjanesbæjar er skylt að halda sýningu eða kynna á annan hátt list sína á því tímabili sem hann ber nafnbótina
Hægt er að koma tilnefningum á framfæri með rafrænum pósti á [email protected] eða í gegnum vefsíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is
Listamaður Reykjanesbæjar er útnefndur einu sinni á hverju kjörtímabili. Það er bæjarráð sem velur hann og auglýsir eftir tilnefningum.
Allar listgreinar og listform koma til greina en sá sem hlýtur nafnbótina Listamaður Reykjanesbæjar fær styrk til að auðvelda viðkomandi að stunda list sína, viðurkenningarspjald og grip til minningar um atburðinn. Þá er nafn listamannsins skráð á stall listaverks sem stendur í skrúðgarði bæjarins.
Listamanni Reykjanesbæjar er skylt að halda sýningu eða kynna á annan hátt list sína á því tímabili sem hann ber nafnbótina
Hægt er að koma tilnefningum á framfæri með rafrænum pósti á [email protected] eða í gegnum vefsíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is