Listamaður með leiðsögn listamanns í Duus
-Það sem eftir stendur
Gillian Pokalo er bandarískur listamaður sem hrifist hefur af íslenskri náttúru og sýnir nú í Stofunni í Duus Safnahúsum. Verkin eru afrakstur tveggja ferða hennar til Íslands 2016 og 2017. Hún hefur tekið ljósmyndir af yfirgefnum húsum á Reykjanesinu og notar síðan silkiprent til að vekja með áhorfendum þá tilfinningu að mannvirki standist ekki tímans tönn og að lokum muni náttúran endurheimta svæðið.
Gillian segir að vinnuferlið hefjist á ljósmyndum en myndefni þeirra gefi innsýn inn í hluti og staði sem hafa verið yfirgefnir. „Mannvirki sem byggð eru til að standast tímans tönn, en eru síðar yfirgefin, segja mikið um mannlegt ástand okkar og kveikja spurningar um hver við séum og hver arfleifð okkar verði. Að lokum endurheimtir náttúran ávallt mannvirkin sem við byggjum. Vinnuferli prentunar er svipað, blekið sem verður eftir er sönnunargagn um prentunina, líkt og sönnunargögnin um byggð manna eru mannvirki þeirra. Prentunin gerir mér kleift að prenta ákveðið yfirgefið mannvirki mörgum sinnum en þannig getur mannvirkið sagt sögu sína á marga vegu.“
Listakonan verður með leiðsögn á morgun, sunnudaginn 9. júlí kl. 14, og er sá dagur jafnframt síðasti dagur sýningarinnar. Allir eru velkomnir og ókeypis aðgangur er að leiðsögninni.