Listakonur og frumkvöðlar halda jólamarkað
Nokkrar listakonur og frumkvöðlar af Suðurnesjum hafa tekið sig saman og halda jólamarkað við Hafnargötu 21 í Reykjanesbæ, við hliðina á Ránni. Á markaðnum selja þær afurðir sínar sem eru af ýmsum gerðum, svo sem skartgripir, húfur, jólaskraut, húðvörur, málverk og fleira.
Markaðurinn verður opinn alla daga til jóla frá klukkan 13:00 til 22:00. Á Þorláksmessu verður opið til klukkan 23:00.
Magdalena Sirrý, Hjördís Hafnfjörð, Hrafnhildur Njálsdóttir, Sigrún Björk Sverrisdóttir og Tobba verða með sín handverk til sölu alla dagana. Aðrir listamenn og frumkvöðlar verða einnig um skemmri tíma á markaðnum. Má þar nefna Þuríði Guðmundsdóttur, sem er með spálestur, heilunarsmyrsl og fleira. Eva Hrund Gunnarsdóttir verður einnig á markaðnum með fallegt skart.
Þuríður Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Njálsdóttir, Sigrún Björk Sverrisdóttir og Eva Hrund Gunnarsdóttir.