Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Listakonur og frumkvöðlar halda jólamarkað
Laugardagur 19. desember 2015 kl. 07:00

Listakonur og frumkvöðlar halda jólamarkað

Nokkrar listakonur og frumkvöðlar af Suðurnesjum hafa tekið sig saman og halda jólamarkað við Hafnargötu 21 í Reykjanesbæ, við hliðina á Ránni. Á markaðnum selja þær afurðir sínar sem eru af ýmsum gerðum, svo sem skartgripir, húfur, jólaskraut, húðvörur, málverk og fleira.

Markaðurinn verður opinn alla daga til jóla frá klukkan 13:00 til 22:00. Á Þorláksmessu verður opið til klukkan 23:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magdalena Sirrý, Hjördís Hafnfjörð, Hrafnhildur Njálsdóttir, Sigrún Björk Sverrisdóttir og Tobba verða með sín handverk til sölu alla dagana. Aðrir listamenn og frumkvöðlar verða einnig um skemmri tíma á markaðnum. Má þar nefna Þuríði Guðmundsdóttur, sem er með spálestur, heilunarsmyrsl og fleira. Eva Hrund Gunnarsdóttir verður einnig á markaðnum með fallegt skart.  

Þuríður Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Njálsdóttir, Sigrún Björk Sverrisdóttir og Eva Hrund Gunnarsdóttir.