Listahátíð Vesturbergs í þágu góðra málefna
Listahátíð leikskólans Vesturbergs var haldin í Bíósal Duushúsa á fimmtudaginn að viðstöddu fjölmenni. Krakkarnir á Vesturbergi sýndu þar leiklistarhæfileika, kynntu afrakstur vetrarins auk þess sem elstu börn leikskólans voru útskrifuð með viðhöfn.
Hátíðinni lauk síðan með opnum listasýningar í Gömlu búð þar sem börnin seldu eigin listaverk. Ágóðinn af sölunni hefur runnið til góðra málefna og að þessu sinni mun Þroskahjálp á Suðurnesjum njóta góðs af. Á síðasta ári rann salan til UNICEF en þá seldu börnin listaverk fyrir svo mikið sem 100 þúsund krónur, sem verður að teljast harla gott.
Myndasyrpu Ellerts Grétarssonar frá viðburðinum má sjá í ljósmyndasafninu hér á vf.is
VF-mynd: elg
Hátíðinni lauk síðan með opnum listasýningar í Gömlu búð þar sem börnin seldu eigin listaverk. Ágóðinn af sölunni hefur runnið til góðra málefna og að þessu sinni mun Þroskahjálp á Suðurnesjum njóta góðs af. Á síðasta ári rann salan til UNICEF en þá seldu börnin listaverk fyrir svo mikið sem 100 þúsund krónur, sem verður að teljast harla gott.
Myndasyrpu Ellerts Grétarssonar frá viðburðinum má sjá í ljósmyndasafninu hér á vf.is
VF-mynd: elg