Listahátíð barna fór vel fram í veðurblíðunni
Suðurnesjamenn létu sig ekki vanta á viðburðum Listahátíðar barna sem fram hafa farið síðustu daga og núna um helgina. Í dag í blíðviðrinu bauð Skessan í hellinum gestum og gangandi í lummur við lifandi tónlist frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og landnámsdýragarðurinn Fitjum opnaði meðal annars.
Meðfylgjandi myndir af hátíðinni tók Sólborg Guðbrandsdóttir.