Listafólk tekur fólki opnum örmum
Enn sem komið er vita fáir af ævintýralandinu í Grófinni í Keflavík. Þar hefur Reynir Katrínarson aðsetur og hvert sem litið er blasa við stórkostleg málverk. Myndefnið er öðruvísi - allt öðruvísi; ljósflæði, undarleg tré, framandi fuglar og blóm. Litirnir eru bjartir og draumkenndir.Reynir ætlar að gefa landsmönnum kost á að heimsækja vinnustofu sína í sumar, en hún verður opin þriðja laugardag hvers mánaðar frá kl. 13-18. Hann bíður alla hjartanlega velkomna en það er einnig hægt að hringja í síma 421-7142 og panta tíma.Í vetur stundaði Reynir nám í Förðunarskóla No Name og er nú að læra leikhúsförðun. Hægt er að panta líkamsförðun hjá honum, sem og venjulega andlitsförðun. Reynir var í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum1976-80 og hefur haldið fjölda einkasýningum og tekið þátt í samsýningum, innanlands sem utan.Sossu þekkja orðið flestir, en málverkin hennar eru einstaklega björt og glaðleg. Hún er nú stödd erlendis en snýr aftur heim í lok júlí. Vinnustofa hennar verður opin frá ágúst, þriðja hvern laugardag, en hún er staðsett í Olíusamlagshúsinu við Keflavíkurhöfn á 2. hæð. Síminn er 421-6233, ef fólk vill koma á öðrum tímum.