Lista- og menningarfélag stofnað í Garði
Í Garði stendur til að stofna Lista- og menningarfélag og hefur verið boðað til stofnfundar þann 29. desember kl. 20 í samkomuhúsi bæjarins.
Í tilkynningu frá undirbúningsnefnd segir að Lista- og menningarfélagið í Garði sé grasrótarsamtök allra þeirra sem láti sig varða hina miklu flóru lista- og menningar. Í félaginu verði rúm fyrir öll listform, svo sem myndlist, leiklist og dans, tónlist, ljósmyndun, kvikmyndun og handverk ýmiskonar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið félagsins er m.a. að efla listir og menningu og stuðla að opinni umræðu um þau mál. Þá er stefnt að námskeiðahaldi ýmiskonar.
Sjá nánar hér
---
VFmynd/elg – Ungur gítarleikari í Garði.