Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

List sprottin af kreppu
Miðvikudagur 26. ágúst 2009 kl. 08:41

List sprottin af kreppu


Hjalti Parelius Finnsson er grafískur hönnuður sem missti vinnunna við efnahagshrunið á síðasta ári. Hjalti settist þá við trönurnar og fór að mála. Hann sýnir afraksturinn á Ljósanótt að Hafnargötu 29 en sýningin opnar kl. 10 á föstudeginum.

Að sögn Hjalta var hann að vinna á góðri arkitektastofu, sem þurfti að segja upp hópi starfsmönnum í kreppunni. Þar sem hann var með stuttan starfstíma var hann í hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréfið.
„Þá tók atvinnuleysið við og til þess að detta ekki niður í eitthvað þunglyndi fór ég að skapa mér verkefni til að halda mér uppteknum. Ég tók fram trönurnar aftur og fór að mála. Datt þá í hug að vera með sýningu á ljósanótt í Reykjanesbæ og ákvað að setja mér það sem markmið,“ segir Hjalti en á sýningunni verða um 15 verk í svokölluðum Pop-Art stíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024