Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lionsmenn veita veglega styrki
Frá afhendingu Lionsstyrkjanna. Andri Örn Víðisson, formaður Lionsklúbbs Njarðvíkur, afhenti styrkina.
Föstudagur 3. desember 2021 kl. 06:49

Lionsmenn veita veglega styrki

Hið árlega jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur hófst formlega með afhendingu á styrkjum í Krossmóa sunnudaginn 28. nóvember, eða á fyrsta sunnudegi í aðventu. Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins og tekjur þess renna óskiptar til verkefna og líknamála.

Styrkir voru m.a. veittir til Bjargarinnar - geðræktarmiðstöðvar, Brunavarna Suðurnesja, Reykjalundar til tækjakaupa og íþróttafélagsins Ness, auk ýmissa annarra þarfra verkefna en alls voru veittir styrkir upp á 2.120.000 kr. að þessu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsti vinningur í jólahappdrættinu er Toyota Aygo X að verðmæti 2.420.000 kr. en einnig eru margir aðrir glæsilegir vinningar. Lionsfélagar hvetja Suðurnesjamenn til að taka vel á móti þeim þegar þeir hefja miðasölu.