Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lionsklúbburinn Garður gefur nemendum reiðhjólahjálma
Þriðjudagur 11. maí 2004 kl. 12:12

Lionsklúbburinn Garður gefur nemendum reiðhjólahjálma

Lionsklúbburinn Garður í Garði gaf nemendum í 2. bekk í Gerðaskóla reiðhjólahjálma og er þetta í tíunda sinn sem Lionsklúbburinn gefur nemendum reiðhjólahjálma. Að sögn Pálma Hannessonar hafa lögreglumenn fylgt þeim í skólann og sagt börnunum frá því hve mikið öryggi felist í notkun hjálma á hjólum. Fyrir um þremur árum varð drengur úr Garðinum fyrir bíl og segir Pálmi að hann hafi verið með hjálm sem Lionsklúbburinn gaf honum þegar hann var í 2. bekk. „Hann var lánssamur og það er nokkuð víst að hjálmurinn bjargaði lífi stráksa. Nokkrum dögum eftir slysið færðum við stráknum annan hjálm að gjöf,“ segir Pálmi.
Lionsklúbburinn Garður hefur áður fært skólanum gjafir en fyrir nokkrum árum gaf klúbburinn hljómflutningstæki og sá um uppsetningu á gangbrautarsljósum fyrir framan skólann.

Myndin: Nemendur í 2. JH í Gerðaskóla stilla sér upp með hjálmana á höfði ásamt fulltrúum Lionsklúbbsins Garðs sem gaf hjálmana. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024