Lionsklúbbur Njarðvíkur afhenti styrki
Lionsklúbbur Njarðvíkur afhenti nýlega styrki til nokkurra aðila á svæðinu en klúbburinn er meðal annars með árlegt jólahappdrætti þar sem bifreið er í fyrsta vinning.
Að venju eru veglegir vinningar í happdrættinu að þessu sinni, m.a. Toyota Aygo X2018 bifreið að verðmæti tæpar 2 millj. kr. Þá eru fleiri vinningar, iPhone X, sjónvarpstæki og fleira.
Við upphaf happdrættisins núna afhenti klúbburinn styrki til eftirtalinna félaga: Íþróttafélagið Nes vegna Special Olympics sem fer fram á næsta ári, Fjölsmiðjan, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna og til nokkura einstaklinga í bæjarfélaginu. Samtals að upphæð 1.300.000 kr.