Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Lions styrkir orgelkaup í Grindavíkurkirkju
Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 10:26

Lions styrkir orgelkaup í Grindavíkurkirkju

Á sunnudaginn færði Lionsklúbburinn í Grindavík formanni sóknarnefndar Grindavíkurkirkju styrk að upphæð 1600 þ. kr. vegna orgelkaupa sem ráðist hefur verið í.

Fram kom í máli Lionsmanna að ákveðið hefði verið að gefa sem næmi einni rödd í orgelinu og er það 1 milljón og 600 þúsund kr. Ekki verður öll upphæðin afhent í einu lagi þar sem Lionsklúbburinn er ekki aflögufær um svo háa upphæð heldur munu meðlimir klúbbsins halda áfram að safna fé eins og þeir hafa ætíð gert.

Stærsta fjáröflun Lions er kúttmagakvöld og svo eru þeir með ýmsar aðrar fjáraflanir í gangi. Um jólin hafa þeir verið í samstarfi við jólasveinana og boðið fólki upp á að fá jólapakka senda heim á aðfangadag.

Stefanía Ólafsdóttir, formaður sóknarnefndar tók við styrknum og þakkaði fyrir höfðinglega gjöf. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lionsmenn færa kirkjunni gjöf því þeir gáfu fyrir tveimur árum hátalarakerfi sem nýtist við allar athafnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024