Línuskautað á hverjum degi
Ekki er langt síðan að línuskautar bárust til landsins en þessi skemmtilega hreyfing er orðin ein vinsælasta dægradvöl íslendinga yfir sumartímann. Helgi Biering og Halldóra Steina eru ein af þeim sem kjósa að nota línuskautana þegar þau hugsa sér til hreyfings.
Þau byrjuðu að línuskauta af forvitninni en þeim fannst þetta spennandi að sjá og langaði að prufa. „Ég þurfti á hreyfingu að halda eftir heilaskurðaðgerð sem ég fór í og þetta var kærkomið,“ sagði Halldóra. Þau búa á Smáratúninu og fara þá vanalega þaðan upp í gegnum Miðgarðinn og á göngustíginn fyrir neðan eyjabyggðina. Þaðan er síðan haldið í átt að Kaskó og alveg niður að Reykjaneshöll. „Eftir það förum við annaðhvort út á Fitjar eða að Stapanum, eftir því hvernig það liggur á okkur,“ sagði Helgi.
Ekki hættulegra en að hjóla
„Það er náttúrulega nauðsynlegt að vera með hjálm og úlnliðshlífar til að forðar meiriháttar meiðsl,“ segir Helgi og bætir við að sæmilega slétt undirlag og ánægjan af því að línuskauta skemmi ekki fyrir. Þau segja þetta allt öðruvísi en að hjóla þó svo að það sé erfitt að bera það saman. „Þetta er samt ekki hættulegra en að hjóla,“ segir Halldóra.
Línuskautar í bankanum
Þau segjast nota línuskautana oft á morgnana og þá í allskyns útréttingar. „Þá geymir maður bílinn og fer bara á skautunum,“ segja þau bæði. Þau skauta oftast nær eftir vinnutíma og líka um helgar. „Það eru ekki margir á okkar aldri sem nota línuskauta í Reykjanesbæ en við förum stundum í Reykjavík og þar er óhemjumikill fjöldi á okkar aldri,“ segir Helgi. Öskjuhlíðin og Nauthólsvíkin verða þá oft fyrir valinu og segja þau yndislegt að skauta þar á stígunum. „ Við erum kannski meira á skautunum í Reykjanesbæ útaf hreyfingunni en í Reykjavík er maður meira að njóta lífsins,“ segja þau bæði og skauta af stað.
Þau byrjuðu að línuskauta af forvitninni en þeim fannst þetta spennandi að sjá og langaði að prufa. „Ég þurfti á hreyfingu að halda eftir heilaskurðaðgerð sem ég fór í og þetta var kærkomið,“ sagði Halldóra. Þau búa á Smáratúninu og fara þá vanalega þaðan upp í gegnum Miðgarðinn og á göngustíginn fyrir neðan eyjabyggðina. Þaðan er síðan haldið í átt að Kaskó og alveg niður að Reykjaneshöll. „Eftir það förum við annaðhvort út á Fitjar eða að Stapanum, eftir því hvernig það liggur á okkur,“ sagði Helgi.
Ekki hættulegra en að hjóla
„Það er náttúrulega nauðsynlegt að vera með hjálm og úlnliðshlífar til að forðar meiriháttar meiðsl,“ segir Helgi og bætir við að sæmilega slétt undirlag og ánægjan af því að línuskauta skemmi ekki fyrir. Þau segja þetta allt öðruvísi en að hjóla þó svo að það sé erfitt að bera það saman. „Þetta er samt ekki hættulegra en að hjóla,“ segir Halldóra.
Línuskautar í bankanum
Þau segjast nota línuskautana oft á morgnana og þá í allskyns útréttingar. „Þá geymir maður bílinn og fer bara á skautunum,“ segja þau bæði. Þau skauta oftast nær eftir vinnutíma og líka um helgar. „Það eru ekki margir á okkar aldri sem nota línuskauta í Reykjanesbæ en við förum stundum í Reykjavík og þar er óhemjumikill fjöldi á okkar aldri,“ segir Helgi. Öskjuhlíðin og Nauthólsvíkin verða þá oft fyrir valinu og segja þau yndislegt að skauta þar á stígunum. „ Við erum kannski meira á skautunum í Reykjanesbæ útaf hreyfingunni en í Reykjavík er maður meira að njóta lífsins,“ segja þau bæði og skauta af stað.