Línudans á Frekjunni
Eilítil uppákoma varð á gatnamótum Frekjunnar og Flugvallarvegar í morgun þegar skipverjar á línubátnum Birtu Dís misstu nokkra bala út af pallbíl sínum á leiðinni niður á höfn.
Engar tafir urðu á umferð og kallarnir voru ekki að svekkja sig á svona smámunum. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá voru þeir í óða önn að greiða úr verstu flækjunum. Þeir sögðu að þótt þeir misstu af fallaskiptunum myndu þeir ná ljósaskiptunum og það kæmi út á það sama.
Afllinn hjá línubátum hefur annars verið góður að undanförnu, um 4 tonn í róðri eða 180kg á bala, en veðrið hefur sett strik í reikninginn þar sem lítið hefur gefið.
Engar tafir urðu á umferð og kallarnir voru ekki að svekkja sig á svona smámunum. Þegar ljósmyndari Víkurfrétta átti leið hjá voru þeir í óða önn að greiða úr verstu flækjunum. Þeir sögðu að þótt þeir misstu af fallaskiptunum myndu þeir ná ljósaskiptunum og það kæmi út á það sama.
Afllinn hjá línubátum hefur annars verið góður að undanförnu, um 4 tonn í róðri eða 180kg á bala, en veðrið hefur sett strik í reikninginn þar sem lítið hefur gefið.