Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Linda Björg sýnir í Bling Bling
Mánudagur 3. júlí 2006 kl. 11:16

Linda Björg sýnir í Bling Bling

Opnuð hefur verið sýning í Bling Bling á verkum Lindu Bjarkar Steinþórsdóttur úr Keflavík. Linda notar blandaða tækni í verkum sínum, þar sem efniviðurinn er aðallega akrýllitir og litagel og myndar hún strúktúrinn í verkunum með penslum og spaða eftir því sem við á,. Auk þess fær liturinn að renna beint úr túpunni á léreftið, sem eykur sérstöðu og karakter verkanna.

Linda er fædd 1968, ólst upp í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá menntskólanum á Ísafirði. Eftir þa ð starfaði hún um árabil sem skíðakennari í Austurríki uns hún hóf nám í fjölmiðlafræði og listasögu við háskólann í Salzburg, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2000.
Linda er búsett í Austurríki og starfar sem aðstoðartökumaður og hljóðupptökumaður við ríkissjónvarpið þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024