Lína Rut tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar
Bókin „Þegar næsta sól kemur“ er tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar sem best myndskreytta barnabókin á árinu 2016. Bókin er eftir listakonuna Línu Rut Wilberg í Reykjanesbæ.
Bókin kom út fyrir síðustu jól en Lína Rut hafði gengið með hugmyndina að henni í mörg ár. Þegar næsta sól kemur er sjálfstæð saga í sagnaflokknum um Núa og Níu en hér lendir Nía í ævintýrum upp á eigin spýtur og þarf að læra að treysta á sjálfa sig. Lína Rut hefur tileinkað bókina syni sínum sem hafði í bernsku þann hátt á að segja ekki ‚á morgun‘ heldur ‚þegar næsta sól kemur.
Hér má sjá viðtal við Línu Rut í Víkurfréttum í lok árs 2016.