Limited Copy sendir frá sér „Posted Up“
Limited Copy hefur sent frá sér nýtt lag „Posted Up“ , en meðlimir sveitarinnar eru nú að leggja lokahönd á smáskífuna af laginu sem kemur út 1. apríl á Gogoyoko og á iTunes, Beatport og allar netsölusíður í maí.
Smáskífan er unnin í Niceland Productions og inniheldur "Remix" frá listamönnum eins og SLAP IN THE BASS, KLIPAR, FRESH FOOLISH, RICKIE SNICE, THE ROTO MAFIA, WAR WOBBLINS, THE SNIPPLERS, EL PUERCO, BUMPER BOYS, POWER FRANCERS og fleirum.
Þetta eru allt erlendir listamenn sem eiga rætur sínar að rekja til Budapest, Ítalíu og Portúgal.
Í tilkynningu frá Limited Copy segir að við hönnun á plötuumslaginu hafi þeir til liðs við sig José Domingo Betancur Gómez, sem er hönnuður frá Medelin í Colombíu.