Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Líkamsræktarstöðin færð út
Laugardagur 27. júlí 2013 kl. 10:09

Líkamsræktarstöðin færð út

Þessa vikuna hefu veðrið verið með nokkuð stillt hér á suðvesturhorni landsins. Það nýta Suðurnesjamenn sér til hins ýtrasta og sjá má fólk við hina ýmsu iðju á förnum vegi. Blaðamaður Víkurfrétta átti leið hjá Sporthúsinu á  Ásbrú þar sem hressir ræktariðkenndur skelltu sér út í líkamsrækt þrátt fyrir að sú gula væri ekki á lofti.

Þarna mátti m.a. sjá kraftmikið fólk í spinning hjá Kalla Júlla sem tók vel á því. Undanfarið hefur starfsemi líkamsrætarstöðva farið að einhverju leyti fram utandyra en hver einasta stund er þannig nýtt í góða veðrinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kalli lætur fólk taka vel á því.

Það eru ýmsar æfingar í gangi á túninu fyrir framan Sporthúsið.