Lifun flutt í kvöld
Tónlist hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar TRÚBROT verður flutt í Stapa í kvöld, 7. október. Á tónleikunum verður meðal annars eitt helsta meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu, platan LIFUN, flutt í heild sinni en platan fagnar 45 ára afmæli á árinu. Meðlimir Trúbrots, þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson, skipa hljómsveitina ásamt frábærum hópi tónlistarmanna og söngvara sem munu gera kvöldið ógleymanlegt!
Fram koma:
Magnús Kjartansson, píanó/söngur
Gunnar Þórðarson, gítar/söngur
Stefán Jakobsson, söngur
Andri Ólafsson, söngur
Stefanía Svavarsdóttir, söngur
Eyþór Gunnarsson, orgel
Gulli Briem, trommur
Pétur Grétarsson, slagverk
Friðrik Karlsson, gítar
Jóhann Ásmundsson, bassi