Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lífsstíll styrkir Þroskahjálp
Miðvikudagur 7. mars 2007 kl. 15:22

Lífsstíll styrkir Þroskahjálp

Líkamsræktarstöðin Lífsstíll í Reykjanesbæ færði Þroskahjálp á Suðurnesjum góða gjöf í gær, eða 50.000 krónur, sem er hagnaðurinn af nýafstaðinni árshátíð Lífsstíls.

Vikar Sigurjónsson, eigandi Lífsstíls, sagði að þar sem þátttaka á árshátíðinni hafi verið framar vonum hafi verið fé afgangs en stefnan sé að hún standi alltaf á sléttu. Því hafi verið ákveðið að láta afganginn renna til góðs málefnis og varð Þroskahjálp fyrir valinu.

Sesselja G. Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum, veitti gjöfinni viðtöku og kunni bestu þakkir fyrir, enda koma svona gjafir alltaf að góðum notum.

Vf-mynd/Þorgils: Sesselja tekur við gjöfinni úr hendi Kristjönu Þórarinsdóttur, formanns árshátíðarnefndar Lífsstíls.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024