Lífsmottóið er að gefa öllum tækifæri
Unglingur vikunnar er Auður Erla Guðmundsdóttir.
„Nafnið er Auður og er átján ára gömul ... þetta rímaði semi ekki satt?“
Hvað ertu gömul?
18 ára.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Hvar býrðu?
Í Keflavík.
Ertu að æfa eitthvað?
Ég er að æfa fótbolta en í augnablikinu er ég meira í ræktinni þar sem ég er í vaktavinnu, því gefst lítill tími til að geta æft.
Hvað viltu vera þegar þú ert orðinn stór?
Eins og staðan er núna hef ég mikinn áhuga að verða grafískur hönnuður, mér hefur alltaf þótt gaman að hanna og teikna.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst rosa gaman að ferðast, hvort sem það er í útlöndum eða hér landi, og að taka myndir.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Mér finnst leiðinlegt að mæta á fyrirlestra þar sem lesandinn veit ekki nógu mikið um efnið sem það er að kynna. Mætir jafnvel með blað og nennir varla að halda fyrirlesturinn. Halló? Ég er að eyða tímanum mínum í að hlusta á eitthvað en síðan er það ekki þess virði.
Ef þú mættir sitjast niður með hvaða fimm manns sem er og spjalla við þau, hver væru þau?
Ég myndi ekki vilja setjast með fimm manneskjum í einu því það er orðinn of stór hópur. Ef mig langar virkilega að kynnast einhverjum og spjalla um eitthvað að viti þá er einn til tveir tops nóg. Fimm væri meira eins og fyrirparty eða eitthvað slíkt. Ég myndi allavega velja Post Malone, Cardi B því hún er klikkuð en samt meistari, Lauren Jauregui, Kehlani & Cara Delevingne af því ég held að það yrði áhugaverð blanda fyrir partý. Annars myndi ég vilja tala við David Bowie sem kozy-spjall á kaffihúsi
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Ég gæti ekki verið án súkkulaðis.
Hvað er lífsmottóið þitt?
Lífsmóttið mitt er að gefa öllum tækifæri. Fyrstu kynni (First Impression) er ekki allt. Það er alltaf meir á bak við manneskjuna.
Uppáhaldsskyndibitastaður/-veitingastaður:
Skyndibitastaður væri Blackbox, veitingastaður Outback Steakhouse.
Uppáhaldstónlistarmaður/-hljómsveit:
Uppáhaldshljómsveit er Fleetwood Mac.
Uppáhaldsmynd:
Uppáhaldsmynd er 2001 Space Odyssey, (eins og er) breytist mjög oft.
Uppáhaldshlutur:
Uppáhaldshlutur væri myndavélin min, love it.
Draumabíllinn:
Draumabílinn væri G-class SUV Mercedes Benz svartur mate, eða m.ö.o. G wagon.