Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Lífshlaupið ræst í sjöunda sinn
Þessi hreyfðu sig í a.m.k. 30 mínútur daglega frá 6. febrúar 2013 til 6. janúar 2014.
Fimmtudagur 6. febrúar 2014 kl. 11:50

Lífshlaupið ræst í sjöunda sinn

- Skráning hafin og allir hvattir til þátttöku.

Opnunarhátíð Lífshlaupsins á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fór fram í gærmorgun í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir a.m.k. 30 mínútur á dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lífshlaupið skiptist í þrjár keppnir: Vinnustað-, grunnskóla, og einstaklingskeppni. Vinnustaðakeppnin stendur yfir í 3 vikur, grunnskólakeppnin yfir í 2 vikur en einstaklingskeppnin stendur yfir allt árið.

Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Magnús Ragnarson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla ávörpuðu gesti.

Andrés Guðmundsson stjórnaði þraut sem ræðumenn og nemendur tóku þátt í í anda Skólahreysti. Þá voru afhent voru platínumerki Lífshlaupsins til einstaklinga sem náðu þeim frábæra árangri að hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur daglega frá 6. febrúar 2013 til 6. janúar 2014 eða samfleytt í 335 daga.

ÍSÍ hvetur alla til þess að skrá sig til leiks og huga að sinni heilsu og vellíðan.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefslóðinni http://www.lifshlaupid.is/

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið og opnunina gefur Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma 514-4021 / 86888018 og á netfangið [email protected]

Nemendur Hraunvallaskóla fylgdust með.