Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lífsbarátta ungrar hetju
Föstudagur 8. nóvember 2013 kl. 14:20

Lífsbarátta ungrar hetju

Bryndís Hulda Garðarsdóttir er eins árs hetja sem berst þessa dagana fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Hún fæddist með flókinn og alvarlegan hjartagalla og fór í sína fyrstu aðgerð aðeins þriggja daga gömul. Að sögn aðstandenda hefur Bryndís litla gripið hverja flensuna á fætur annarri og á erfitt með mettun. Eins og staðan er í dag er Bryndís nýbúin í aðgerð á hjartalokum sem gekk vel og er að jafna sig eftir hana. Hún verður tengd við hjarta- og lungnavél þar til árangur kemur í ljós.

Foreldrar Bryndísar eru Sandra Valsdóttir og Garðar Magnússon og heimili þeirra er á Ásbrú. Þau hafa búið og starfað á Suðurnesjum í 5 ár en Garðar er núna í launalausu leyfi frá sínum vinnustað. Sandra er að missa bótarétt frá Tryggingastofnun en mun fá einhvern styrk frá Reykjanesbæ, sem dugar þó skammt. Þau eiga tvö önnur börn, 8 ára og 5 ára, sem hafa sótt skóla og leikskóla hér.

Þau sem vilja styrkja fjölskylduna er beint á styrktarreikninginn 542-14-402847, kt. 190386-2879.

Sandra og Garðar vilja koma sérstaklega á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa veitt þeim stuðning af ýmsu tagi þetta erfiða ár. Þau hafa útbúið þessa síðu á Facebook þar sem hægt er að fylgjast með Bryndísi litlu. Þaðan eru eftirtaldar myndir og birtar með góðfúslegu leyfi foreldranna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024