LÍFLEGUR OG SKEMMTILEGUR OLIVER
Leikfélag Keflavíkur frumsýndi leikritið Oliver þann 30.október s.l. Leikarar stóðu sig með afbrigðum vel og gaman var að fylgjast með krökkunum sem voru mörg hver að stíga sín fyrstu skref á fjölunum. Leiksýningin er mjög lífleg og skemmtileg og Einar Örn, tónlistarstjóri, og Þröstur Guðbjartsson, leikstjóri, eiga heiður skilinn fyrir einstaklega góða framsetningu. Það var gaman að sjá og heyra hvað þeim hefur tekist að virkja þennan leikhóp vel og augljóst að Reyknesbæingar geta státað af mörgu hæfileikafólki á þessu sviði. Næstu sýningar leikfélagsins eru í kvöld, miðvikudaginn 3.nóv. kl.20:00, fimmtudaginn 4.nóv. kl.20:00, sunnudaginn 7.nóv. kl.17:00 og á fimmtudaginn 11.nóv. kl. 20:00. Sýningar eru í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17 og sími í miðasölu er 421-2540.