Líflegt og skemmtilegt nýliðastarf hjá Björgunarsveitinni Suðurnes
Það er góður lífsstíll að starfa með björgunarsveit og það veit unga fólkið í Reykjanesbæ því nú er 21 ungmenni í svokallaðri nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveitinni Suðurnes. Það er Haraldur Haraldsson sem annast nýliðaþjálfun sveitar-innar. Til að gerast fullgildur meðlimur í Björgunarsveitinni Suðurnes þarf að ganga í gegnum 18 mánaða þjálfun. Hún felur í sér alla grunnþjálfun fyrir björgunarsveitarfólk og þegar tímabilinu er lokið fá þátttakendur viðurkenningu sem Björgunarmaður I. Nýliðar geta byrjað 16 ára gamlir, en nýliðastarfið er kynnt fólki á fyrsta ári í framhaldsskóla. Farið er í gegnum fyrstu hjálp I og II, einnig snjóflóðaleit, meðferð slöngubáta, fjarskipti, rötun, ásamt vetrarferða- og fjallaferðamennsku.
Haraldur segir þjálfunina fara fram um helgar en önnur hver helgi er undirlögð af verkefnum, sem eru fjölbreytt eins og sést af framangreindu. Hópurinn sem nú er í nýliðaþjálfun er mjög skemmtilegur. Strákar eru í meirihluta en stelpur taka einnig þátt í starfinu. Mikið er um helgarferðir, sem að sjálfsögðu eru bæði áfengis- og vímuefnalausar. „Við leggjum áherslu á að nýliðar stundi heilbrigt líferni og þannig förum við t.a.m. í líkamsrækt þrisvar sinnum í viku, þar sem bæði er stundað þrek og lyftingar“.
Haraldur segist líta á nýliðastarfið sem forvarnastarf, þar sem verið er að byggja upp unglinga á jákvæðan hátt. „Við stundum góðan lífsstíl og hér er ekkert rugl“.
Haraldur segir að tekið sé á móti nýjum félögum í nýliðastarfið hvenær sem er ársins. Þeir sem hafa náð 16 ára aldri og hafa áhuga á björgunarsveitastarfinu geta komið í björgunarsveitarhúsið við Holtsgötu á miðvikudagskvöldum kl. 20 en þá hittist hópurinn til að skipuleggja dagskránna.
Starfið eftir áramótin er bæði spennandi og skemmtilegt. Haldið verður áfram með hin ýmsu námskeið og svo er stefnan tekin á snjóhúsaferð í Tindfjöll um páskana. Þar munu nýliðarnir læra að grafa sig í fönn og sofið verður í snjóhúsum.
Haraldur segir þjálfunina fara fram um helgar en önnur hver helgi er undirlögð af verkefnum, sem eru fjölbreytt eins og sést af framangreindu. Hópurinn sem nú er í nýliðaþjálfun er mjög skemmtilegur. Strákar eru í meirihluta en stelpur taka einnig þátt í starfinu. Mikið er um helgarferðir, sem að sjálfsögðu eru bæði áfengis- og vímuefnalausar. „Við leggjum áherslu á að nýliðar stundi heilbrigt líferni og þannig förum við t.a.m. í líkamsrækt þrisvar sinnum í viku, þar sem bæði er stundað þrek og lyftingar“.
Haraldur segist líta á nýliðastarfið sem forvarnastarf, þar sem verið er að byggja upp unglinga á jákvæðan hátt. „Við stundum góðan lífsstíl og hér er ekkert rugl“.
Haraldur segir að tekið sé á móti nýjum félögum í nýliðastarfið hvenær sem er ársins. Þeir sem hafa náð 16 ára aldri og hafa áhuga á björgunarsveitastarfinu geta komið í björgunarsveitarhúsið við Holtsgötu á miðvikudagskvöldum kl. 20 en þá hittist hópurinn til að skipuleggja dagskránna.
Starfið eftir áramótin er bæði spennandi og skemmtilegt. Haldið verður áfram með hin ýmsu námskeið og svo er stefnan tekin á snjóhúsaferð í Tindfjöll um páskana. Þar munu nýliðarnir læra að grafa sig í fönn og sofið verður í snjóhúsum.