Líflegt harmonikustarf á Suðurnesjum
Starfið hjá Félagi harmonikuunnenda á Suðurnesjum hefur verið með líflegasta móti á þessu vori. Nýlega var dagur harmonikunnar haldinn hátíðlegur af félaginu og var húsfyllir á hátíð félagsins í tilefni dagsins. Harmonikuleikarar frá félaginu tóku einnig þátt í svokölluðu Rollurokki í Sandgerði um liðna helgi þegar meðfylgjandi mynd var tekin.