Lífleg stemmning á Hafnargötunni um helgina
Það verður margt um að vera í Reykajnesbæ um helgina. Á laugardag verður árleg hátíð í Lífstíl, þar sem verða fjölmargar uppákomur. Á og í kringum Hafnargötuna verða torfærubílar, rallýbílar, fornbílar, mótorhjól og margt margt fleira. Gert er ráð fyrir að flest ökutækin taki rúnt um bæinn. Í dag, föstudag, mun nýja hringtorgið á mótum Aðalgötu og Hafnargötu verða tekið í notkun og því tilvalið fyrir alla að skoða lok fyrsta áfanga í gríðarlegum endurbótum Hafnargötu.Fjölmargar verslanir verða með opið fram til kl. 15 á laugardag og ef veður leyfir munu þær setja út borð og reyna að skapa markaðsstemmningu. Einnig má gera ráð fyrir að einhver tilboð verða í boði.
Það er um að gera fyrir fólk í Reykjanesbæ og jafnvel í sveitarfélögunum í kring að leggja leið sína í Reykjanesbæ nk. laugardag og gera sér glaðan dag og skoða hinu fjölmörgu gerðir bíla áður en mesta ferðahelgi ársins gengur í garð og eiga skemmtilegan dag í skemmtilegum bæ, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarhaldanna.
Það er um að gera fyrir fólk í Reykjanesbæ og jafnvel í sveitarfélögunum í kring að leggja leið sína í Reykjanesbæ nk. laugardag og gera sér glaðan dag og skoða hinu fjölmörgu gerðir bíla áður en mesta ferðahelgi ársins gengur í garð og eiga skemmtilegan dag í skemmtilegum bæ, segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarhaldanna.