Lífleg og skapandi stemmning á kaffihúsakvöldi
Hönnuðir í Eldey héldu fyrsta kaffihúsakvöldið í gær, fimmtudaginn 19. júlí, þar sem gestir kynntu sér fjölbreytta hönnun í líflegri og skapandi stemmningu yfir kaffibolla og heimabökuðu meðlæti.
Stefnt er að því að halda opið kaffihús fyrsta fimmtudag í hverjum í mánuði frá kl. 20:00 - 22:00 og er skipulagningin í höndum hönnuða í Eldey þróunarsetri. Verið er að þróa hugmyndina en á næstunni opnar í Eldey lítil hönnunarverslun þar sem hönnuðir bæði í Eldey og af Suðurnesjum geta selt vörur sínar. Mikil fjöldi sækir nú Eldey heim til að kynna sér hönnunina en þar sem vinnustofur eru ekki alltaf opnar er verslunin góð viðbót.
Kristín Jóna Hilmarsdóttir göngugarpur sagði frá mánaðarlangri göngu sem gönguhópurinn Sexurnar lauk í síðustu viku en þær gengu frá Hornvík á Vestfjörðum til Eystri Hornvíkur, skammt frá Höfn í Hornafirði. Stefnt er að að fleiri fróðlegum fyrirlestrum og öðrum uppákomum á opnu kaffihúsi í Eldey í vetur.
Meðfylgjandi svipmyndir voru teknar á kaffihúsakvöldinu í gærkvöldi í Eldey.